fös 17. ágúst 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Sindri ekki meira með Val - Farinn til Bandaríkjanna
Sindri Björnsson.
Sindri Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðjumaðurinn Sindri Björnsson kemur ekki meira með sögu hjá Valsmönnum á þessu tímabili þar sem hann er farinn til Bandaríkjanna.

Hann er farinn í nám í Clemson háskólann og mun spila með fótboltaliði skólans í háskólaboltanum.

Sindri, sem er 23 ára, er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti og lék með liðinu í Pepsi-deildinni 2015. Eftir það tímabil gekk hann í raðir Vals.

Hann var aðalleg notaður sem varamaður í sumar og kom við sögu í sjö leikjum í Pepsi-deildinni. Hann var í byrjunarliði Vals í fyrri leiknum gegn Sheriff í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðið féll á naumlegan hátt úr leik eftir seinni leikinn sem fram fór í gær.

Valsmenn eru í harðri baráttu um að verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir mæta Breiðabliki í toppslag á mánudaginn.
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner