Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænska úrvalsdeildin hefur göngu sína
Börsungar eru ríkjandi meistarar.
Börsungar eru ríkjandi meistarar.
Mynd: Getty Images
Lopetegui stýrir Real Madrid sem missti einn besta fótboltamann sögunnar í sumar, Cristiano Ronaldo.
Lopetegui stýrir Real Madrid sem missti einn besta fótboltamann sögunnar í sumar, Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildin hefur göngu sína um helgina.

Það eru tveir leikir í kvöld; eitt af spútnikliðum síðasta tímabils - Girona mætir Real Valladolid og Real Betis og Getafe mætast.

Spánarmeistarar Barcelona eru að spila á morgun gegn Deportivo Alaves. Real Madrid spilar á sunnudaginn gegn Getafe og Atletico og Valencia eigast við á mánudagskvöld en umferðinni lýkur þá.

Það hafa orðið nokkrar breytingar á Spáni í sumar en sú stærsta var auðvitað að Cristiano Ronaldo fór frá Real Madrid til Juventus. Fróðlegt verður að sjá hvernig Real Madrid tekst á við brotthvarf hans. Real Madrid er líka með nýjan þjálfara í brúnni, Julen Lopetegui tók við af Zinedine Zidane.

Hér að neðan eru allir leikir umferðarinnar í La Liga, en fjórir leikir eru sýndir í beinni útsendingu.

Í kvöld:
18:15 Girona - Real Valladolid
20:15 Real Betis - Levante (Stöð 2 Sport 3)

Á morgun:
16:15 Celta Vigo - Espanyol
18:15 Villarreal - Real Sociedad
20:15 Barcelona - Deportivo Alaves (Stöð 2 Sport)

Á sunnudag:
16:15 Eibar - Huesca
18:15 Rayo Vallecano - Sevilla
20:15 Real Madrid - Getafe (Stöð 2 Sport)

Á mánudag:
18:00 Valencia - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Athletic Bilbao - Leganes
Athugasemdir
banner
banner