Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. ágúst 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea og Conte enn í deilum
Síðasti leikur Conte hjá Chelsea var sigur í bikarúrslitaleik gegn Man Utd.
Síðasti leikur Conte hjá Chelsea var sigur í bikarúrslitaleik gegn Man Utd.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Antonio Conte eiga enn í deilum. Ítalski þjálfarinn hefur ekki fengið greiddar skaðabætur fyrir að vera rekinn úr starfi í fyrra.

Conte telur sig eiga rétt á 9 milljónum punda en Chelsea neitar að greiða honum vegna meints samningsbrots. Félagið heldur því fram að stjórinn hafi verið rekinn vegna smáskilaboða sem hann sendi Diego Costa.

Hann tilkynnti sóknarmanninum og krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu, án þess að fá samþykki frá stjórninni. Conte sætti sig ekki við þá útskýringu og fór með málið fyrir sérstaka úrvalsdeildardómnefnd.

Dómnefndin úrskurðaði Conte í hag en Chelsea sættir sig ekki við niðurstöðuna. Samkvæmt enskum fjölmiðlum er félagið búið að áfrýja til atvinnumáladómstóls í London.

Conte var frá starfi í tæpt ár áður en hann tók við Inter í lok maí.
Athugasemdir
banner
banner