Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. september 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Afturelding 
Afturelding Íslandsmeistari í 3. flokki karla
Strákarnir fögnuðu dátt.
Strákarnir fögnuðu dátt.
Mynd: Afturelding
Ásbjörn Jónsson þjálfar liðið.
Ásbjörn Jónsson þjálfar liðið.
Mynd: Afturelding
Þriðji flokkur Aftureldingar vann FH í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í A-deild í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding verður Íslandsmeistari karla í 11-manna bolta.

Afturelding lagði Hafnfirðinga að velli 3-2 og segir á vefsíðu Aftureldingar að 300 manns hafi lagt leið sína á Varmárvöll.

Aron Daði Ásbjörnsson skoraði tvö fyrir Aftureldingu í leiknum og gerði Pétur Bjarkason Clausen eitt mark.

Aðalþjálfarar þriðja flokks eru Júlíus Ármann Júlíusson og Ásbjörn Jónsson, en sá síðarnefndi á 54 leiki að baki fyrir meistaraflokk Aftureldingar.

Aðstoðarþjálfari er Alexander Aron Davorsson, sem er fastamaður í byrjunarliði meistaraflokks og á 136 leiki að baki fyrir félagið.

Leikmannahópur Aftureldingar í 3. flokki karla – A-deild:
1 Ármann Sigurðsson (M)
7 Eyþór Aron Wöhler
10 Arnór Gauti Jónsson
11 Róbert Orri Þorkelsson
13 Birkir Ágústsson
14 Kristófer Fannar Björnsson
15 Ísak Pétur Bjarkason Clausen
16 Aron Daði Ásbjörnsson
22 Elmar Kári Enesson Cogic
34 Patrekur Orri Guðjónsson (F)
36 Gylfi Hólm Erlendsson

Varamenn:
5 Emil Óli Pétursson
23 Daníel Ingi Jónsson
27 Eilífur Ísar Hauksson
28 Sveinn Ómar Sigurðsson
29 Guðjón Ingi Pétursson


Athugasemdir
banner
banner
banner