Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 09:20
Magnús Már Einarsson
Bailly til Arsenal eða Tottenham?
Powerade
Eric Bailly.
Eric Bailly.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er með styttra móti hjá ensku blöðunum að þess sinni. Kíkjum á hann.



Eric Bailly (24), varnarmaður Manchester United, gæti farið frá félaginu í janúar. Arsenal og Tottenham hafa meðal annar sýnt honum áhuga. (Mirror)

Manchester City, Tottenham,Barcelona og Juventus vilja öll fá miðjumanninn Adrien Rabiot (23) frá PSG. (Express)

Harry Kane (25) framherji Tottenham hefur blásið á orðróma þess efnis að hann sé þreyttur eftir HM í sumar. (Mirror)

Kevin de Bruyne (27), miðjumaður Manchester City, vonast til að snúa aftur fyrir grannaslaginn í Manchester þann 11. nóvember. De Bruyne meiddist illa á hné í ágúst en hann er laus við spelku sem hann var með fyrst um sinn. (Star)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ákvað að hætta við frídag hjá leikmönnum sínum þar sem hann var ósáttur við frammistöðu þeirra þrátt fyrir 3-0 sigur gegn Fulham um helgina. (Sun)

Aaron Ramsey (27) miðjumaður Arsenal bað um skiptingu gegn Newcastle þar sem hann var þreyttur. (Sun)

Scott Brown, miðjumaður Celtic, segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við Newcastle í janúar 2010. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner