Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 17. september 2018 20:08
Hulda Mýrdal
Bojana: Ég hefði viljað að við gerðum þetta fyrr
Bojana þjálfari KR
Bojana þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann Grindavík 2-1 í næst síðustu umferð Pepsideildarinnar. Með sigrinum tryggðu þær sér áframhaldandi veru að ári í Pepsi deildinni.
Bojana þjálfari KR var að vonum sátt með sigurinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Grindavík

"Já þetta var bara frábært hjá þeim!"

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?
"Við komum smá óöruggar í fyrri hálfleik. Mér fannst Grindavíkur stelpur eiga betri fyrri hálfleik. Voru öruggari og sköpuðu margar sóknir, við náðum ekki alveg að leysa þetta. En í seinni hálfleik voru við með miklu sterkari vörn, unnum marga bolta og komum með margar sóknir. Það hjálpaði okkur að setja mark snemma og komast yfir, það opnaði ýmislegt. Það að setja mark var frábært og kom á frábærum tíma og 2-1 bara frábært. "

Þegar KR skoraði þurfti Grindavík að ná tveimur mörkum til að halda sér uppi. Hvernig leið þér?
"Ég var alls ekki stressuð. Við höfum spilað marga erfiða leiki þar sem við höfum þurft að verjast þannig að ég hafði engar áhyggjur varnarlega. Þær þurftu að vinna en nei það var ekki mikið stress og við spiluðum rólega. Þær komu með hörku og margar tæklingar sem ég hafði áhyggjur af myndu brjóta okkur andlega niður. Það gerðist ekki og stelpurnar mínar gerðu mjög vel. Vinna bolta, halda honum og koma með fínar sóknir og klára þennan leik vel"

Nú er ein umferð eftir. Er ekki léttir að hafa klárað þetta í dag fyrir lokaumferð?
"Jú ég hefði viljað að við hefðum gert þetta fyrr! Við erum með gott lið. Við erum með betri markatölu en í fyrra og fleiri stig á þessum tímapunkti. Við höfum klúðrað nokkrum stigum sem ég hefði viljað fá fyrr en í þessum leik. Frábært að klára þetta núna"

Nánar er rætt við Bojonu í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner