Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 20:58
Arnar Helgi Magnússon
England: Jafnt í baráttunni um Suðrið - Murray bjargvættur
Murray fagnar marki sínu í kvöld.
Murray fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Southampton 2 - 1 Brighton
1-0 Pierre-Emile Hojbjerg ('35 )
2-0 Danny Ings ('65 , víti)
2-1 Shane Duffy ('67 )
2-2 Glenn Murray ('90 , víti)

Fimmtu umferð ensku úrvaldsdeildarinnar lauk núna rétt í þessu með leik Southampton og Brighton.

Pierre-Emile Hojbjerg kom Southampton yfir á 35. mínútu leiksins með glæsilegu marki langt utan vítateigs.

Danny Ings fyrrum framherji Liverpool tvöfaldaði forystu heimamanna á 2-0 úr vítaspyrnu tíu mínútum áður en flautað var til hálfleiks.

Shane Duffy kom Brighton síðan á blað á 67. mínútu áður en markamaskínan Glenn Murray jafnaði metin úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Heldur betur dramatík.

Southampton fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað í uppbótartíma. Ryan Bertrand tók spyrnuna og Matt Ryan í marki Brighton þurfti að hafa sig allan við en hann gerði vel og náði að verja boltann út.

Jafntefli niðurstaðan og bæði lið því enn jöfn að stigum eftir leikin, bæði með fimm stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner