Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Enska úrvalsdeildin ætlar breyta umboðsmannareglum
Mino Raiola, til hægri, hefur þénað fáránlegar upphæðir enda einn af farsælustu umboðsmönnum knattspyrnuheimsins.
Mino Raiola, til hægri, hefur þénað fáránlegar upphæðir enda einn af farsælustu umboðsmönnum knattspyrnuheimsins.
Mynd: EPA
Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið að funda um að breyta reglum er varða greiðslur til umboðsmanna leikmanna.

Breytingarnar fela það í sér að félög myndu hætta að borga umboðsmönnum fyrir að auðvelda félagaskipti heldur þyrfti peningurinn að koma úr vasa leikmanna.

Þetta gæti leitt til hærri launakrafa hjá leikmönnum en ensku félögin telja þetta nauðsynlegt skref til að stöðva svimandi háar greiðslur til umboðsmanna fyrir félagaskipti.

Á síðasta ári þénuðu umboðsmenn rúmlega 220 milljónir punda í greiðslur frá enskum og velskum félögum. Sögulegt dæmi um slíka greiðslu eru félagaskipti Paul Pogba frá Juventus til Manchester United, þar sem Mino Raiola er talinn hafa fengið rúmlega 40 milljónir í eigin vasa frá félögunum. Þessar reglubreytingar myndu verða til þess að Pogba þyrfti sjálfur að borga umboðsmanni sínum fyrir skiptin.

Reglubreytingarnar eru nokkuð víðtækar og myndu einnig banna umboðsmönnum að tala fyrir bæði félag og leikmann í félagaskiptum. Það var ólöglegt þar til FIFA hætti afskiptasemi af starfsemi umboðsmanna fyrir þremur árum.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er einnig að skoða að fara svipaða leið og gæti starfað með stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í málinu. FIFA er að skoða að setja 5% launaþak á umboðsmenn, sem þýðir að þeir myndu ekki mega þéna meira en 5% af heildarkostnaði félagaskiptanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner