Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Íslensk félög búin að sýna Sam Hewson áhuga
Sam Hewson.
Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn Sam Hewson gæti verið á förum frá Grindavík eftir að tímabilinu lýkur.

„Sam er að verða samningslaus og er að skoða sín mál. Nú þegar hafa nokkur félög á Íslandi og Norðurlöndunum sýnt áhuga," sagði Mccreery Sports, umboðsskrifstofa Sam, við Fótbolta.net í dag.

„Hins vegar hefur hann áhuga á að sjá hvern Grindavík fær sem nýjan þjálfara. Dyrnar eru því ekki lokaðar þar."

Sam verður þrítugur í nóvember en hann hefur spilað á Íslandi síðan árið 2011. Sam ólst upp hjá Manchester United og var í varaliði félagsins áður en hann kom til Íslands.

Sam lék fyrst með Fram á Íslandi og síðan FH. Undanfarin tvö ár hefur Sam leikið með Grindavík en í sumar hefur hann skorað tvö mörk í nítján leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner