Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 12:00
Hafliði Breiðfjörð
KSÍ minnir á að Blikar fá bikarinn vinni þær í kvöld
Breiðablik varð bikarmeistari í ágúst og gæti orðið Íslandsmeistari í kvöld.
Breiðablik varð bikarmeistari í ágúst og gæti orðið Íslandsmeistari í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gæti orðið Íslandsmeistari í kvöld takist þeim að vinna Selfoss á heimavelli en næst síðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í kvöld. Þór/KA er í öðru sæti, fimm stigum á eftir þeim og á leik við Val í kvöld.

KSÍ minnti á það í dag að ef Breiðablik verður Íslandsmeistari í kvöld þá fer bikarinn á loft eftir leikinn en ekki í lokaumferðinni. Ástæðan er sú að hefð er fyrir því að afhenda bikar í síðasta heimleik verði því komið við.

Leikir kvöldsins
17:00 Þór/KA-Valur (Þórsvöllur)
17:00 KR-Grindavík (Stöð 2 Sport 2 - Alvogenvöllurinn)
17:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
17:00 ÍBV-HK/Víkingur (Hásteinsvöllur)
17:00 Breiðablik-Selfoss (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner