Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Lárus Guðmunds: Vilyrði frá öflugum leikmönnum fyrir næsta sumar
KFG fagnar eftir leikinn á laugardaginn.
KFG fagnar eftir leikinn á laugardaginn.
Mynd: KFG
Lárus Guðmundsson.
Lárus Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG tryggði sér sæti í 2. deild á næsta ári með ævintýralegum sigri á KV í lokaumferðinni í 3. deildinni á laugardaginn.

Magnús Björgvinsson skoraði sigurmark KFG í viðbótartíma, skömmu eftir að mark var dæmt af KV.

Lárus Guðmundsson hefur verið potturinn og pannan hjá KFG í áraraðir en hann hefur þjálfað liðið frá stofnun. Lárus þjálfar í dag liðið ásamt bræðrunum Birni og Kristjáni Mássyni.

Hér að neðan má sjá viðtal við Lárus um sumarið og það sem er framundan hjá KFG.

Hvernig var tilfinningin að sjá sigurmark á 90. mínútu á laugardaginn til að tryggja sætið í 2. deild?
Engin orð ná yfir þá upplifun sem átti sér á lokamínútunum fyrir og eftir sigurmarkið, Dramatík x 1000

Er árangurinn í sumar framar væntingum?
Nei, einfaldlega á pari við markmiðin og væntingarnar. Mesta furða að við skyldum ná þessu, miðað við áföllin sem við urðum fyrir í 3 af 4 landsbyggðar leikjum. Heimadómgæsla eins og verst getur orðið.

Hver er lykillinn að þessum góða árangri?
Frábær liðsheild og einstaklega góður sóknarleikur. 43 mörk í sumar.

Hvernig er leikmannahópurinn byggður upp?
Ungum og bráðefnilegum Garðbæingum og svo nokkrum reynsluboltum sem binda liðið og hópinn saman. Sú reynsla skilaði sigrum í uppbótartíma hvað eftir annað.

Reiknar þú með miklum breytingum á leikmannahópnum fyrir næsta sumar?
Hópurinn mun styrkjast enn frekar, liggja þegar fyrir vilyrði frá öflugum leikmönnum sem vilja taka þátt í æfintýrinu næsta sumar 😊
Athugasemdir
banner
banner
banner