Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. september 2018 17:15
Fótbolti.net
Lið 21. umferðar í Inkasso-deildinni - Tvær þrennur í sama leiknum
Viktor Jónsson skoraði fimmtu þrennu sína í sumar um helgina.
Viktor Jónsson skoraði fimmtu þrennu sína í sumar um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Snær Guðmundsson varnarmaður ÍA.
Arnór Snær Guðmundsson varnarmaður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Marteinsson leikmaður HK.
Ásgeir Marteinsson leikmaður HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær þrennur voru skoraðar í sama leiknum í Inkasso-deildinni um helgina. Þór lagði Þrótt R. 4-3 þar sem markaskorararnir Alvaro Montejo Calleja og Viktor Jónsson voru báðir með þrjú mörk. Alvaro er leikmaður umferðarinnar að þessu sinni en Viktor, sem er markahæstur í deildinni, skoraði þarna sína fimmtu þrennu í sumar!

HK tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 3-0 sigri á ÍR í Kórnum. Öll mörk HK-inga komu úr hornspyrnum en þeir Ásgeir Marteinsson og Ingiberg Ólafur Jónsson eru í liði umferðarinnar.

ÍA komst einnig upp í Pepsi-deildina eftir 3-1 útisigur gegn Selfyssingum. Arnór Snær Guðmundsson og Hallur Flosason voru öflugir í liði ÍA í þeim leik.

Njarðvíkingar gulltryggðu sæti sitt í deildinni með 2-1 útisigri gegn Víkingi Ólafsvík. Ari Már Andrésson skoraði bæði mörk Njarðvíkur og Robert Blakala átti enn eina góða frammistöðu í markinu. Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, er þjálfari umferðarinnar.

Magni Grenivík hélt lífi í vonum sínum með 2-1 sigri á Fram á heimavelli. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði þar og Brynjar Ingi Bjarnason var góður í vörninni. Magni mætir ÍR í úrslitaleik um að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni.

Fyrri lið umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner