Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes ósáttur með leikmannakaup Everton
Moyes bjargaði West Ham frá falli í vor en er samningslaus í dag.
Moyes bjargaði West Ham frá falli í vor en er samningslaus í dag.
Mynd: Getty Images
David Moyes gerði garðinn frægan sem knattspyrnustjóri Everton og var þar í ellefu ár áður en hann var ráðinn til Manchester United.

Everton gerði fína hluti undir stjórn Moyes og náði sex sinnum að enda meðal sex efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar.

Moyes telur að eina sem liðinu hafi vantað til að berjast um úrvalsdeildartitilinn hafi verið hágæða sóknarmaður.

„Ég var þarna í 11 og hálft ár og þegar ég yfirgaf félagið var liðið orðið mjög gott. Við vorum líklega einum hágæða sóknarmanni frá því að berjast um úrvalsdeildarititilinn," sagði Moyes.

„Við vorum með frábæra leikmenn á borð við Mikel Arteta, Steven Pienaar og Leighton Baines í liðinu. Þetta var frábært lið."

Everton keypti Romelu Lukaku á 24 milljónir punda eftir brottför Moyes og seldi hann til Man Utd þremur árum síðar, þegar Jose Mourinho var nýtekinn við félaginu. Everton seldi sóknarmanninn fyrir 60 milljónir og græddi þannig 36 milljónir. Sá peningur var notaður til að kaupa menn á borð við Davy Klaassen, Cenk Tosun, Michael Keane, Jordan Pickford og Gylfa Þór Sigurðsson, sem er enn í dag dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

„Það er jákvætt að eyða pening en það verður að kaupa rétta leikmenn. Ég veit ekki hver hefur verið að annast kaupin undanfarin ár, hvort það hafi verið eigandinn, yfirmaður íþróttamála eða þjálfarinn. Ég veit bara að þegar ég var þarna þá fékk ég að ráða og stóð Bill Kenwright (forseti Everton) alltaf með mér.

„Það hafa margir leikmenn verið fengnir í félagið og ég er ekki viss um að þeir hafi allir verið rétt kaup. Richarlison, á hinn bóginn, er fullkominn leikmaður fyrir Everton og gæti orðið að goðsögn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner