Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. september 2018 18:30
Arnar Helgi Magnússon
Perez hafnar þeim ásöknum að hafa neitað að koma inn á
Mynd: Getty Images
Lucas Perez fyrrum framherji Arsenal og núverandi leikmaður West Ham vísar því alfarið á bug að hafa neitað að vilja koma inn á í leiknum gegn Everton í gær.

West Ham vann leikinn, 1-3 með mörkum frá Yarmolenko (2) og Arnautovic. Gylfi Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir Everton.

Í sjónvarpsútsendingunni af leiknum í gær birtist nærmynd af Perez vera að ræða við markmannsþjálfara West Ham rétt eftir að Michail Antonio var skipt inn á fyrir meiddan Arnautovic.

Eftir þetta flugu þær sögur hátt um að Perez hafi hreinlega neitað að vilja koma inn á. Hann neitar þessu alfarið og kom með yfirlýsingu á Twitter í dag.

„Leikmennirnir sem voru á varamannabekknum í gær hita upp í lotum, fimm mínútur í senn. Þegar Arnautovic meiddist hafði ég lokið upphitun og var sestur á bekkinn."

„Pellegrini sagði mér að gera mig klárann áður en hann fattaði að Antonio væri að hita upp og því ákvað hann að það væri fljótlegra að skipta honum inn."

„Myndirnar sem birtust af mér tala við markmannsþjálfarann voru mistúlkaðar. Ég verð að sætta mig við mína stöðu en ég mun halda áfram að leggja hart að mér og vonandi fæ ég einhverjar mínútur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner