Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 17. september 2018 20:31
Hulda Mýrdal
Ray: Þá held ég að Grindavík verði með mjög gott lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur yfir 2-1 tap í kvöld fyrir KR. Grindavík þurfti á sigri að halda til að eiga séns á að halda sér uppi. Grindavík spilar því í 1.deild að ári

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Grindavík

Fyrstu viðbrögð eftir að liðið er fallið niður um deild?
"Mjög svekkjandi. Fannst stelpurnar spila mjög vel í dag og örugglega með þeim betri leikjum sem við höfum spilað í sumar en það dugði bara ekki til. Við náðum ekki að koma inn jöfnunarmarki á þær. Og þær mega alveg vera stoltar af frammistöðunni sinni. Þær eru ungar og efnilegar og ef kjarninn helst til næstu ára þá held ég að Grindavík verði með mjög gott lið."

Nú fenguð þið fjölda mörg færi í dag "Hún var mjög góð markmaðurinn þeirra. Stundum er bara nóg að setja hann aðeins til hliðar en við vorum oft að skjóta beint á hana. Hún var þrælgóð í markinu"

Þegar KR skorar markið í fyrri hálfleik þá þurfið þið að setja tvö. Fannstu fyrir einhverju vonleysi í þínu liði?
"Nei það kom aukakraftur og bara einsog ég segi vantaði bara að setja boltann yfir línuna. Þær reyndu og reyndu og reyndu og bara mjög góðar í dag."

Ef að litið er yfir tímabilið þá gerið þið 4 jafntefli, það er að reynast dýrt núna
"Mjög. Mjög dýrt. Það voru leikir sem við hefðum getað fengið meira en eitt stig."

Vegna tæknilegra örðugleika náðist endirin á viðtalinu ekki á upptöku

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner