Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 22:00
Arnar Helgi Magnússon
Samningaviðræður Man City og Sterling ganga illa
Sterling er mikilvægur leikmaður fyrir Man City. Hann verður samningslaus sumarið 2020.
Sterling er mikilvægur leikmaður fyrir Man City. Hann verður samningslaus sumarið 2020.
Mynd: Getty Images
Samningaviðræður Manchester City og Raheem Sterling virðast vera að sigla í strand. Talið er að miklu muni á kröfum félagsins en Sterling krefst dágóðrar launahækkunar.

Sterling sem kom til Manchester City árið 2015 fyrir 44 milljónir punda, frá Liverpool, spilaði stórt hlutverk í velgengni City liðsins á síðustu leiktíð. Sterling skoraði 23 mörk á síðustu leiktíð og hefur byrjað þessa leiktíð af krafti og er strax kominn með þrjú mörk.

Sterling, sem verður samningslaus sumarið 2020, er með 170.000 pund í vikulaun hjá City en hann vill hækka það upp í að minnsta kosti 220.000 pund.

Þrátt fyrir erfiðleika í viðræðum eru báðir aðilar þó bjartsýnir um að samningar náist á endanum.

„Eins og allir vita erum við mjög sáttir við Sterling og við viljum sjá hann halda áfram að standa sig vel fyrir okkur. Ég og félagið erum með sömu skoðun á þessu. Eftir það er það klúbburinn og umboðsmaðurinn," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á dögunum.

Manchester City mætir Lyon í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner