Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Stuani drjúgur í sigri Girona á Celta Vigo
Girona hafði betur gegn Celta Vigo. Stuani skoraði tvö mörk fyrir Girona.
Girona hafði betur gegn Celta Vigo. Stuani skoraði tvö mörk fyrir Girona.
Mynd: Getty Images
Girona 3 - 2 Celta
1-0 Christian Stuani ('22 )
1-1 Iago Aspas ('34 )
2-1 Pedro Alcala ('37 )
3-1 Christian Stuani ('56 )
3-2 Sofiane Boufal ('87 )

Það er var einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var mikið fjör í Katalóníu þegar Girona fékk heimsókn frá Celta Vigo.

Christian Stuani, úrúgvæski landsliðsmaðurinn sem skoraði 19 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, kom Girona yfir á 22. mínútu. Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, jafnaði fyrir Celta á 34. mínútu en Pedro Acala sá til þess að Girona leiddi í hálfleik, 2-1.

Stuani var aftur á ferðinni fyrir Girona í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kom liðinu í 3-1. Öflugur sóknarmaður sem er að fýla sig í botn í Katalóníu.

Sofiane Boufal, lánsmaður frá Southampton, klóraði í bakkann fyrir Celta á 87. mínútu en lengra komst liðið ekki.

Lokatölur 3-2 fyrir Girona í fjörugum leik. Girona er í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig. Celta er með jafnmörg stig í þriðja sæti. Þetta er fyrsta tap Celta á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner