Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Baslið heldur áfram hjá Elmari - Kári spilaði ekki
Theódór Elmar í landsleik gegn Sviss á dögunum.
Theódór Elmar í landsleik gegn Sviss á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur hvorki né rekur hjá Theódór Elmari Bjarnasyni og liðsfélögum hans í tyrkneska félaginu Elazigspor. Theódór Elmar og félagar mættu Kára Árnasyni og félögum í Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni í dag.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en í upphafi síðari hálfleiksins gekk Genclerbirligi frá leiknum. Þeir settu tvö mörk á skömmum tíma og bættu við þriðja markinu áður en leikurinn kláraðist. Elazigspor minnkaði muninn undir lokin en það var of lítið, of seint. Lokatölur 3-0.

Theódór Elmar lék allan leikinn en Kári sat allan tímann á bekknum. Kári hefur ekkert komið við sögu hjá Genclerbirligi í B-deildinni í Tyrklandi síðan hann kom frá Víkingi Reykjavík.

Genclerbirligi er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Elazigspor er með eitt stig við botninn.

Theódór Elmar ræddi við Fótbolta.net í landsleikjahléinu nýverið en þar greindi hann frá því að staðan hjá félaginu væri slæm.

„Þetta mun verða ströggl á okkur,” sagði Elmar en liðið er í fjárhagsvandræðum og gat ekki keypt neina nýja leikmenn fyrir tímabilið. Unglingarnir eru að fá tækifærið núna hjá Elazigspor. „Þetta verður basl.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner