Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. september 2019 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Heimavöllurinn hjálpaði okkur
Izaro Abella Sanchez (Leiknir F.)
Izaro Abella.
Izaro Abella.
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
Izaro fyrir miðju. Með honum eru Povilas Krasnovskis og Carlos
Izaro fyrir miðju. Með honum eru Povilas Krasnovskis og Carlos
Mynd: Magnús Björn Ásgrímsson
Komast Leiknismenn upp?
Komast Leiknismenn upp?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Izaro Abella Sanchez átti hörkuflottan leik fyrir Leikni Fáskrúðsfjörð þegar liðið vann 4-0 sigur á Vestra í toppslag í 2. deild karla um liðna helgi. Hann skoraði þrennu í leiknum.

Sigurinn gerir það að verkum að Leiknir er á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Izaro Abella er leikmaður 21. umferðarinnar í 2. deild karla hjá Fótbolta.net.

„Við vissum að þetta yrði erfiður og flókinn leikur, sem betur fer vorum við á heimavelli - það hjálpaði okkur. Við spiluðum mjög góðan leik," segir Izaro um sigurinn stóra á Vestra.

„Þetta var mín fyrsta þrenna á tímabilinu og það var mjög ánægjulegt að gera það í einum mikilvægasta leiknum."

Landið er magnað
Izaro kemur frá Spáni, líkt og nokkrir aðrir leikmenn sem hafa verið að gera það gott í 2. deildinni. Má þar til dæmis nefna liðsfélaga hann Daniel Garcia Blanco. Hvernig er það að koma frá Spáni tl Íslands?

„Ég kann mjög vel við mig á Íslandi, landið er magnað," segir Izaro en hann er ekki viss um það hvort hann taki annað tímabil hér á landi. Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Leikni í sumar og er hann nokkuð ánægður með tímabil sitt til þessa.

„Ég er ekki viss (hvort hann muni komi aftur til Íslands næsta sumar), ég vil frekar einbeita mér að leiknum á laugardag áður en ég fer að skoða það. Ég er mjög ánægður að hjálpa liðinu og því sem við erum að gera saman."

Hvernig er að spila inni?
Leiknir spilar sína leiki inn í Fjarðabyggðarhöllinni. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, lýsti vonbrigðum sínum á Twitter eftir tapið gegn Leiknismönnum. Samúel óskaði Leiknismönnum til hamingju en vakti þó athygli á því að fótboltinn í höllunum er allt annar en þegar spilað er utandyra.

Hvernig finnst Izaro að spila heimaleikina inndandyra?

„Það var nýtt fyrir mér þegar ég kom hingað fyrst, en ég hef oft spilað á gervigrasvöllum. Mér er sama, en með þessu liði hefur mér liðið mjög vel að spila þarna."

Hvað gerist á laugardaginn?
Eins og áður kemur fram er Leiknir í kjörstöðu fyrir lokaumferðina eftir þennan frábæra sigur á Vestra. Leiknir er á toppnum með 43 stig, Vestri í öðru sæti með 42 stig og Selfoss í þriðja sæti með 41 stig.

Það er ljóst að spennan verður mikil næstkomandi laugardag þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Leiknir heimsækir Fjarðabyggð, Selfoss heimsækir Kára og Vestri tekur á móti botnliði Tindastóls.

„Ég veit ekki hvað mun gerast, ég veit bara að liðið vill fara upp og við munum gera allt sem við getum til ná því markmiði," sagði Izaro Abella Sanchez, leikmaður 21. umferðarinnar í 2. deild karla.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Bestur í 15. umferð: Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Bestur í 16. umferð: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Bestur í 17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Leiknir F.)
Bestur í 18. umferð: Andri Júlíusson (Kári)
Bestur í 19. umferð: Pétur Bjarnason (Vestri)
Bestur í 20. umferð: Hrvoje Tokic (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner