Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. september 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Cristian Martinez farinn frá Víði
Cristian Martinez í leik með Víkingi Ólafsvík árið 2017.
Cristian Martinez í leik með Víkingi Ólafsvík árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Spænski markvörðurinn Cristian Martinez hefur yfirgefið Víði Garði og gengið til liðs við Castellonense í spænsku E-deildinni.

Martinez hefur leikið á Íslandi síðan árið 2015 en hann varði mark Víkings Ólafsvíkur í 2015-2017 og fór síðan til KA.

Martinez vann næstefstu deild með Ólafsvíkingum 2015 og varði mark liðsins í tvö ár í Pepsi-deildinni áður en hann spilaði tólf leiki með KA í Pepsi-deildinni í fyrra.

Í sumar hefur Martinez verið aðalmarkvörður Víðis sem er í 4. sæti í 2. deildinni fyrir lokaumferðina.

Martinez missir af lokaleik Víðis þar en liðið fær Dalvík/Reyni í heimsókn á laugardaginn.

Meistari Cristian Martinez ⚽️💙

Hans bíða nýir tímar á Spáni eftir tímabilið og viljum við þakka honum kærlega fyrir samveruna á þessu ári ⚽️
Hann hefur staðið vaktina vel markinu í sumar og er frábær liðsfélagi.
Takk fyrir okkur félagi og gangi þér vel á nýjum vettvangi.
( alltaf stuð á þessum)🤣

Posted by Knattspyrnufélagið Víðir Garði on Sunnudagur, 15. september 2019

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner