Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. september 2019 11:07
Magnús Már Einarsson
Túfa um Rodrigo: Verður að tala við KA um þessar sögusagnir
Rodrigo Gomes Mateo.
Rodrigo Gomes Mateo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um sögusagnir um miðjumanninn Rodrigo Gomes Mateo eftir leik liðsins gegn ÍA í gærkvöldi.

Dr. Football sagði frá því á dögunum að Rodrigo sé búinn að semja við KA fyrir næsta tímabil en núverandi samningur hans við Grindavík rennur út í haust.

„Þú verður að tala við KA um þessar sögusagnir," sagði Túfa í viðtali eftir leikinn í gær aðspurður út í Rodrigo en Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, vildi lítið tjá sig um sögusagnirnar eftir leik KA og HK í fyrradag.

Óli Stefán þekkir Rodrigo gríðarlega vel en hann hefur þjálfað hann bæði hjá Grindavík og Sindra. Óli Stefán fékk Rodrigo til Sindra árið 2014 og leikmaðurinn fylgdi honum síðan í Grindavík þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár.

Hinn þrítugi Rodrigo hefur verið í stóru hlutverki hjá Grindavík undanfarin ár en í sumar hefur hann spilað átján leiki í Pepsi Max-deildinni.

Grindavík er sex stigum á eftir KA þegar tvær umferðir eru eftir í Pepsi Max-deildinni og vonir liðsins á að bjarga sér frá falli eru litlar.
Túfa gefst ekki upp: Er þannig gerður og strákarnir líka
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner