Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fim 17. september 2020 19:50
Aksentije Milisic
Heimir Guðjóns: Skagamenn gefast aldrei upp og við töluðum um það í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur gerði sér ferð til Akranes í dag og vann þar góðan 2-4 sigur á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 Valur

Valsmenn komust í 3-0 í fyrri hálfleik en ÍA komst aftur í leikinn með tveimur mörkum. Valur kláraði hins vegar leikinn í uppbótartíma.

„Mjög ánægður með sigurinn. Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik, spiluðum þá sundur og saman. Það var nánast eitt lið á vellinum. Skoruðum þrjú mörk og hefðum geta skorað fleiri mörk. Vorum klaufalegir á síðasta þriðjungi þar sem við gátum slátrað þessum leik. En Skagamenn gefast aldrei upp og við töluðum um það í hálfleik. Þeir komu út í seinni hálfleikinn grimmi og við vorum ekki klárir," sagði Heimir.

Heimir var spurður út í það hvort hans menn hafi verið orðnir þreyttir í restina á leiknum.

„Nei, ég held að menn hafi ekki verið þreyttir heldur værukærir. Menn komu ekki nógu vel stemmdir í seinni hálfleik og við vorum undir í baráttunni. Menn voru að hoppa upp úr tæklingum og á erfiðum útivelli eins og hér á Skaganum þá er voðin vís."

Skagamenn vildu fá vítaspyrnu en Heimir vildi ekki mikið tjá sig um það atvik.

„Ég náttúrlega sá þetta ekki en ég held að það sé ágætt að anda bara með nefinu og skoða þetta áður en ég fer að taka einhverjar ákvarðanir. Dómgæslan var mjög fín og það var jákvætt að Gummi var ekki að láta sífelld öskur Skagamanna hafa áhrif á dómgæsluna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner