Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. september 2020 18:21
Aksentije Milisic
Pepsi Max-deildin: Pedersen með tvennu - FH vann Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi Max deildinni rétt í þessu.

Í Hafnarfirði mættust FH og Víkingur R. Það var Hjörtur Logi Valgarðsson sem kom heimamönnum yfir með glæsilegu marki.

VÁÁÁÁ HJÖRTUR LOGII!!!!! Boltinn berst út á Hörð Inga sem kemur með fyrirgjöf alveg á fjær og þar mætir Hjörtur og klippir hann viðstöðulaust í nærhornið.
Þetta var ALVÖRU mark!!!!
skrifaði Anton Freyr Jónsson í textalýsinguni.

Þetta var eina mark leiksins og því góður sigur FH staðreynd.

Á Akranesi kom toppliðið Valur í heimsókn. Það tók gestina einungis sex mínútur að skora og var það markahrókurinn Patrick Pedersen sem gerði markið eftir klaufagang í vörn ÍA.

Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystu Vals á 23. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Patrick aftur og staðan því 0-3 í hálfleik.

Brynjar Snær Pálsson minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um korter var eftir og Gísli Laxdal Unnarsson skoraði sex mínútum síðar. Hann klobbaði þá Hannes Þór Halldórsson, markvörð Vals.

Það var síðan Kaj Leo í Bartalsstovu sem gulltryggði sigurinn fyrir gestina í uppbótartíma og sigurhrina Vals heldur því áfram.

FH 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Hjörtur Logi Valgarðsson ('43 )

ÍA 2 - 3 Valur
0-1 Patrick Pedersen ('6 )
0-2 Sigurður Egill Lárusson ('23 )
0-3 Patrick Pedersen ('31 )
1-3 Brynjar Snær Pálsson ('74 )
2-3 Gísli Laxdal Unnarsson ('80 )
2-4 Kaj Leo í Bartalsstovu ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner