Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 17. september 2022 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals og KA: Enginn Rodri hjá KA
Rodri (til vinstri) er ekki með í dag.
Rodri (til vinstri) er ekki með í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus kemur inn í lið Vals.
Rasmus kemur inn í lið Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 hefst lokaumferðin í Bestu deild karla fyrir úrslitakeppni og fara allir leikir fram á sama tíma. Á Origo vellinum taka heimamenn í Val á móti KA í leik sem skiptir miklu máli í baráttunni um Evrópusæti.

KA er í 3. sæti og vann gegn Breiðbliki í síðasta leik og Valur er í 4. sæti, átta stigum á eftir og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Leikni. Þeir Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson snúa aftur eftir leikbann og þá kemur Rasmus Christiansen inn í liðið. Ágúst Eðvald Hlynsson tekur út leikbann og þeir Jesper Juelsgård og Heiðar Ægisson taka sér sæti á bekknum.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn Breiðabliki. Þeir Bjarni Aðalsteinsson, Bryan Van Den Bogaert og Elfar Árni Aðalsteinsson koma inn í liðið fyrir þá Rodrigo, Andra Fannar Stefánsson og Svein Margeir Hauksson. Sveinn Margeir tekur út leikbann en Rodri og Andri eru ekki í leikmannahópi KA.

Beinar textalýsingar:
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 Víkingur - KR
14:00 Valur - KA
14:00 Stjarnan - FH
14:00 Fram - Keflavík
14:00 ÍA - Leiknir

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
0. Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
18. Lasse Petry

Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner