Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 17. september 2022 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrafnkell Freyr spáir í 22. umferð Bestu deildarinnar
Keli spáir þremur heimasigrum, tveimur útisigrum og einu jafntefli.
Keli spáir þremur heimasigrum, tveimur útisigrum og einu jafntefli.
Mynd: Aðsend
Þrenna frá Úlfa á móti bilaða bílnum á bensínljósinu.
Þrenna frá Úlfa á móti bilaða bílnum á bensínljósinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fáum við sleggju frá Sigurði Agli í dag?
Fáum við sleggju frá Sigurði Agli í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
22. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Um er að ræða síðustu umferðina fyrir tvískiptingu deildarinnar.

Allir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Eftir umferðina skiptist deildin í tvennt og eftir landsleikjafrí - í október - fer fram fimm leikja úrslitakeppni bæði í efri og neðri hluta.

Málarinn geðþekki Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn af sérfræðingum Dr. Football, er spáir í leiki umferðinnar.

Sverrir Mar Smárason spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvo rétta.

Svona spáir Hrafnkell leikjunum:

Breiðablik 3 - 1 ÍBV
Blikar hafa svarað töpum eða jafnteflum vel hingað til og mæta alveg vel peppaðir í leikinn, 3-1 þar sem minn nýi uppáhalds leikmaður, Dagur Dan verður með sýningu.

Fram 2 - 1 Keflavík
Keflvíkingar án Patrik, Dani og Sindra er held ég því miður of mikið. Már Ægisson og Alex Freyr verða með áætlunarferðir upp kantana og leggja upp sitthvort markið á Gumma Magg, 2-1 fyrir Fram.

Stjarnan 2 - 3 FH
FH-ingar eru ennþá vel peppaðir eftir samstöðufundinn með unga og ferska sóknarlínu. Hið skemmtilega Stjörnulið er bara á biluðum bíl á bensínljósinu, 3-2 fyrir FH. Úlfur Ágúst með þrennu.

Valur 1 - 1 KA
Það er stór misskilningur að það sé slæmur mórall í Val, það er illa gaman þarna og menn eru að fleygja í brandara hægri vinstri í klefanum. KA menn með gott sjálfstraust eftir sigur á Blikum en þetta fer 1-1. Hallgrímur og Sigurður Egill af 50 metrunum í vinkilinn.

Víkingur 4 - 1 KR
Arnar Gunnlaugsson er með Rúnar Kristinsson í læstri hliðarlegu og hefur legið með hann í gólfinu í rúmlega ár. 4-1 fyrir Víking þar sem Danijel Dejan Djuric setur 2 og leggur upp 2 og bróðir hans, Nikola verður með Grænan Tuborg ber að ofan að sveifla Víkingstreyjunni í stúkunni.

ÍA 0 - 1 Leiknir
ÍA ultras verða mættir alveg trylltir kl 10:00 í tjaldið en Viktor Freyr Sigurðsson verður mættur á svipuðum tíma að skoða aðstæður í vítateigum vallarins. 0-1 fyrir Leikni. Bjarki Aðalsteins stangar hann inn.


Dagur Dan hefur átt mjög gott tímabil

Hér að neðan má hlusta á umræðu um síðustu umferð í Innkastinu og upphitun fyrir þessa umferð.
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner