Kieran Trippier leikmaður Newcastle er mjög bjartsýnn fyrir framtíð félagsins.
Það eru miklir peningar til í Newcastle en félagið hefur ekki verið að kaupa alltof marga leikmenn. Trippier er ánægður með vinnubrögð félagsins.
„Félagið hefur farið rétt að, náð í réttu leikmennina, réttu karakterana innan sem utan vallar sem er svo mikilvægt," sagði Trippier.
Hann segir að félagið ætli sér að blanda sér í toppbaráttuna í nánustu framtíð.
„Við viljum vera þar sem Manchester City er, við vitum að það tekur tíma. Viljum geta sagt „Ok, við getum veitt þeim samkeppni" og mér fannst við gera það," sagði Trippier.
Newcastle og Manchester City gerðu 3-3 jafntefli fyrr á þessari leiktíð.
Athugasemdir