Harry Kane, framherji Bayern München í Þýskalandi, skoraði annað og þriðja mark liðsins gegn Chelsea í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en hann kom sér um leið í sögubækurnar.
Englendingurinn fékk seinna markið að gjöf frá Chelsea eftir að Malo Gusto tapaði boltanum klaufalega sem fór síðan inn á Kane sem lagði boltann í netið. Fyrra markið gerði hann úr vítaspyrnu.
Þetta var 20. og 21. mark Kane fyrir Bayern í Evrópu og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora 20 mörk eða meira fyrir tvö félög í Meistaradeildinni.
Hann skoraði 21 mark í Meistaradeildinni með Tottenham og er nú kominn með jafnmörg mörk með Bayern.
Aðeins Cristiano Ronaldo og Neymar höfðu náð þessum áfanga á undanum honum. Ronaldo gerði það með Man Utd og Real Madrid, en Neymar með Barcelona og PSG.
Players to score 20+ goals for two different clubs in the UEFA Champions League:
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) September 17, 2025
???????? Cristiano Ronaldo
???????? Neymar
???????????????????????????? Harry Kane
End of list. pic.twitter.com/CkrLInWmZR
Athugasemdir