Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. október 2018 08:45
Elvar Geir Magnússon
Arsenal hefur áhuga á Barella - Tottenham horfir til Ake og Andersen
Powerade
Nicolo Barella er orðaður við Arsenal.
Nicolo Barella er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ake er orðaður við Tottenham.
Ake er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
De Gea, Ake, De Ligt, Alonso og fleiri veita okkur félagsskap í slúðurpakkanum að þessu sinni.

Arsenal hefur blandað sér í baráttu við AC Milan og Inter um miðjumanninn Nicolo Barella (21) sem leikur fyrir Cagliari og ítalska landsliðið. (Gazzetta dello Sport)

Tottenham fylgist grannt með gangi mála hjá hollenska varnarmanninum Nathan Ake (23) sem spila fyrir Bournemouth. (Sky Sports)

Tottenham hefur einnig áhuga á danska miðverðinum Joachim Andersen (22) sem spilar fyrir Sampdoria. (Sport Mediaset)

Barcelona vill fá miðvörð og þar er hollenski landsliðsmaðurinn Matthijs de Ligt (19) hjá Ajax efstur á óskalistanum. (Marca)

Spænski vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso (27) segir að hann muni skrifa undir framlengingu við Chelsea á komandi dögum. (AS)

Líklegast er að velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey (27) fari til Everton á frjálsri sölu í sumar þegar samningur hans við Arsenal rennur út. (Sun)

Porto hefur lækkað verðmiðann á alsírska vængmanninum Yacine Brahimi (28) en West Ham er orðað við leikmanninn. (Football.London)

Galatasaray og Besiktas berjast um að fá Divock Origi (23) frá Liverpool í janúarglugganum. Everton hefur einnig áhuga á Belganum. (Turkish Football)

Manchester United mun setja í forgang að gera nýjan samning við spænska markvörðinn David de Gea (27). Luke Shaw og Anthony Martial færast nær nýjum samningum. (Evening Standard)

Bournemouth er að plana samningaviðræður við skoska vængmanninn Ryan Fraser (24). (Sun)

Newcastle United er nálægt því að gera nýjan samning við enska miðjumanninn Sean Longstaff (20). (Chronicle)

Hópur bandarískra viðskiptamanna er að skoða möguleg kaup á Newcastle fyrir 300 milljónir punda. (Mail)

Manchester City hefur áhyggjur af ástandinu á Wembley þegar liðið mætir Tottenham mánudaginn 29. október. Degi áður verður NFL leikur á vellinum. (Manchester Evening News)

Stóri Sam Allardyce hefur dregið ummæli sín um að Eric Dier (24) sé ekki síðri en Sergio Busquets (30) til baka. Allardyce segir að hann hafi verið að meina að Dier hafi spilað eins og Busquets í umræddum leik gegn Spáni en á heildina sé Busquets betri leikmaður. (Sky Sports)

Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Arsenal muni 100% enda í topp fjórum á þessu tímabili. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner