Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang ósáttur við flugvélina og neitaði að fara um borð
Aubameyang er algjör lykilmaður í liði Gabon.
Aubameyang er algjör lykilmaður í liði Gabon.
Mynd: Getty Images
Óviss ríkir varðandi framtíð Pierre-Emerick Aubameyang með landsliði Gabon eftir að hann neitaði að fara um borð í flugvél liðsins í landsleikjahlénu.

Sóknarmaðurinn var í byrjunarliðinu er Gabon lagði Suður-Súdan 3-0 á föstudaginn en neitaði svo að stíga fæti í vélina sem átti að fljúga með liðið til Súdan í seinni leikinn.

Hann var ósáttur með flugvélina og taldi hana ekki sæma atvinnumönnum. Hann keyrði því til baka og tók næsta flug heim til London.

„Ég stíg ekki fæti í þennan hlut," á Aubameyang að hafa sagt samkvæmt heimildarmanni L'Equipe.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Aubameyang neitar að spila með landsliðinu en það er varla liðinn mánuður síðan hann gagnrýndi knattspyrnusambandið í Gabon fyrir lélega umgjörð í kringum landsliðið.

Aubameyang hefur skorað 24 mörk í 57 landsleikjum og er markahæstur í sögu landsliðsins. Margir telja hann vera besta knattspyrnumann sem Gabon hefur alið af sér.
Athugasemdir
banner
banner