Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. október 2018 09:55
Elvar Geir Magnússon
Barcelona sagt horfa til Firmino
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Í spænska fótboltaþættinum El Chiringuito de Jugones er því haldið fram að Barcelona sé að horfa til brasilíska sóknarmannsins Roberto Firmino.

Börsungar eru sagðir vera farnir að líta í kringum sig eftir arftaka Luis Suarez sem er orðinn 31 árs og aðeins farinn að láta á sjá.

Barcelona telur að Firmino, sem er leikmaður Liverpool, búi yfir kostum sem henti liðinu frábærlega. Talið er að hann gæti náð fullkomlega saman með Lionel Messi.

Talið er að Barcelona sé þegar farið að undirbúa tilraunir til að krækja í leikmanninn, það verði þó ekki gert í janúarglugganum heldur næsta sumar.

Firmino var í eldlínunni með brasilíska landsliðinu sem lagði Argentínu í vináttulandsleik í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner