mið 17. október 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Beitir sér gegn því að íranskar konur fái að mæta á völlinn
Mynd: Getty Images
Á þriðjudagskvöldið fengu íranskar konur að fara á leikvanginn til að horfa á karlmenn spila knattspyrnu í fyrsta sinn í tæplega 40 ár.

Íran lagði Bólivíu að velli með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik og voru konurnar ekki til vandræða upp í stúkunni en fóru þó fyrir brjóstið á einhverjum Írönum.

„Ég er gegn því að konur megi mæta á leiki, við erum múslimskt ríki. Það er ekki í lagi að kona fari á leikvanginn til að horfa á hálfnakta karlmenn," segir Mohammad Jafar Montazeri, dómsmálaráðherra Íran.

„Við munum refsa öllum þeim sem munu gera konum kleift að komast inn á karlaleiki."

Miðað við þessi orð er ólíklegt að þessi tilraun verði endurtekin aftur á næstunni. Í júní fengu íranskar konur að horfa á karlalandsleik meðal almennings í fyrsta sinn, þegar Íran keppti á heimsmeistaramótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner