mið 17. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjartsýnn fyrir hönd Arsenal - „Verða 100% í topp fjórum"
Robert Pires.
Robert Pires.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Arsenal hafa þurft að gera sér það að góðu að spila í Evrópudeildinni síðustu tvær leiktíðir.

Undir stjórn Arsene Wenger lenti liðið í fimmta sæti 2016/17 og á síðustu leiktíð var sjötta sæti niðurstaðan.

Wenger hætti eftir síðustu leiktíð eftir 22 ár í starfi knattspyrnustjóra Arsenal. Við starfinu tók Spánverjinn Unai Emery. Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu, gegn Manchester City og Chelsea en síðan þá hefur liðið verið á bullandi skriði og unnið níu leiki í röð.

Leikmenn virðast ánægðir hjá félaginu og stuðningsmenn eru farnir að fyllast bjartsýni.

Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, er mjög bjarstýnn fyrir framhaldinu. Hann telur 100% líkur á því að Arsenal komist aftur í Meistaradeildina á þessari leiktíð.

„Níu leikir, níu sigrar, Arsenal mun enda í topp fjórum, það er 100%," sagði Pires við the Express.

Hvað segja íslenskir stuðningsmenn Arsenal, eruð þið á sömu skoðun og Pires? Endilega tjáið ykkur í athugasemdakerfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner