Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. október 2018 11:27
Elvar Geir Magnússon
Gulli Jóns gerir nýjan tveggja ára samning við Þrótt
Gunnlaugur áfram með Þrótt.
Gunnlaugur áfram með Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt og verður því þjálfari liðsins næstu tvö tímabil.

„Gunnlaug þarf varla að kynna fyrir áhugamönnum um knattspyrnu, hann hefur þjálfað Selfoss, Val, KA, HK og síðast ÍA áður en hann kom til Þróttar á vordögum 2018 en auk þess á hann að baki fjölmarga leiki í efstu deild sem leikmaður, 12 A landsleiki og og 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands," segir í tilkynningu Þróttar.

Gunnlaugur stýrði liðið Þróttar í sumar þegar liðið endaði í 5 sæti Inkasso-deildarinnar og komst í 16-liða úrslit bikarsins.

„Mikið starf er framundan innan knattspyrnunnar hjá Þrótti og er ráðning Gunnlaugs hluti af þeirri stefnu sem verið er að móta varðandi áframhaldandi uppbyggingu innan félagsins," segir í tilkynningu Þróttara.

Í ágúst á þessu ári hélt Gunnlaugur opinn félagsfund þar sem hann fór yfir framtíðarhugmyndir félagsins. Með því að smella hér má sjá viðtal við hann um þær áætlanir.

Rafn Andri framlengir
Í gær tilkynntu Þróttarar að Rafn Andri Haraldsson hafi gert nýjan tveggja ára samning við félagið.

Rafn Andri sem fæddur er árið 1989 er uppalinn Þróttari en lék keppnistímabilin 2011 og 2012 með Pepsi-deildar liði Breiðabliks og á að baki nærri 200 leiki í meistaraflokki auk 15 landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

Hann kom við sögu í 17 leikjum Þróttar í Inkassodeildinni á nýafstöðnu tímabili auk þess að leika þrjá leiki í Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner