Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. október 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Henry ætlar að fylgja hugmyndafræði Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Thierry Henry hefur verið ráðinn sem þjálfari AS Mónakó í franska boltanum. Þetta er hans fyrsta starf við stjórnvölinn hjá knattspyrnufélagi en hann steig einnig sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Mónakó fyrir 24 árum síðan.

Henry hefur verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins síðustu tvö ár og notið velgengni þar. Hann hefur miklar mætur á Pep Guardiola og segist hafa lært mikið af honum.

Henry vann spænsku deildina, bikarinn og Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Pep og segir að það hafi breytt sýn sinni á knattspyrnu.

„Ég reyni að fylgja hugmyndum Pep þegar það kemur að þjálfun. Ég lærði að spila leikinn upp á nýtt þegar ég gekk til liðs við Barcelona og spilaði undir hans stjórn," sagði Henry.

„Hann hefur breytt knattspyrnuheiminum og er langt á undan samtímanum."

Henry hefur einnig miklar mætur á Arsene Wenger sem var stjórinn hans frá 1999 til 2007.

„Arsene gerði mig að betri atvinnumanni og knattspyrnumanni. Ég mun aldrei gleyma honum og því sem hann gerði fyrir mig."

Starfið hjá Mónakó var ekki það eina sem bauðst Henry því Aston Villa og Bordeaux höfðu einnig áhuga á honum.

„Þegar boðið kom frá Mónakó gat ég ekki sagt nei. Þetta er félag sem á sér stóran stað í hjartanu mínu og það er draumur að byrja þjálfaraferilinn hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner