Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. október 2018 12:49
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Atletico Madrid lætur pabba sinn heyra það
Lucas Hernandez.
Lucas Hernandez.
Mynd: Getty Images
Lucas Hernandez, varnarmaður Atletico Madrid, hefur látið pabba sinn heyra það og segir að hann hafi brugðist sem faðir.

Pabbi hans er fyrrum leikmaður en hann heitir Jean Francois og spilaði meðal annars fyrir Rayo Vallecano og Atletico.

Fyrir tólf árum síðan yfirgaf hann fjölskyldu sína og hefur ekki haft samband við hana síðan. Móðirin, Laurence, ól Lucas og Theo bróðir hans upp. Theo er á láni hjá Real Sociedad frá Real Madrid.

„Við höfum ekkert heyrt frá þér í tólf eða þrettán ár. Þú brást sem faðir," sagði Lucas við Le Parisien þar sem hann talaði beint til föður síns.

„Nú þegar ég er sjálfur faðir þá sé ég enn skýrar hvað hann gerði og hversu mikið hann brást okkur. Ef ég hitti hann mun ég ræða þetta við hann. Ég gæti ekki ímyndað mér að yfirgefa son minn, ekki fyrir neitt í heiminum. Þrátt fyrir að ég þyrfti að sofa undir brú til að njóta gleðinnar með syni mínum þá myndi ég gera það."

„Ég er eldri bróðir og verndari Theo. Við höfum farið saman í gegnum flókin mál en alltaf staðið saman. Þegar hann þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Samband okkar hefur alltaf verið sterkt," segir Lucas Hernandez sem varð heimsmeistari með franska landsliðinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner