Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 17. október 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Marca 
Maradona leiður - Mun hringja í Messi
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin mun hringja í Lionel Messi til að útskýra þau þau ummælum sem hafa komið fram í fjölmiðlum síðustu daga.

„Messi er frábær leikmaður en hann er enginn leiðtogi. Frekar en að tala við þjálfara og leikmenn er hann að spila PlayStation. Svo á vellinum vill hann vera leiðtogi. Það er tilgangslaust að gera leiðtoga úr manni sem fer tuttugu sinnum á klósettið fyrir leik," sagði Maradona.

Matias Morla, lögmaður Maradona, segir að ummælin hafi ekki verið rétt túlkuð. Hann segir að Maradona hafi ætlað sér að verja Messi, ekki gagnrýna hann.

Morla segir að Maradona ætli ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum, hann ætlar að hringja í Messi og útskýra hvað hann átti við.

„Maradona mun hringja í Messi og útskýra hvað hann meinti með orðum sínum," segir Morla. „Það sem Maradona meinti var það fólk ætti að hætta að pressa á Messi að vera leiðtogi."

Maradona fékk mikla gagnrýni í kjölfarið á því sem hann sagði en einn af þeim sem gagnrýndi hann var fyrrum landsliðsmaður Argentínu, Mario Kempes. Morla segir að Maradona hafi verið leiður eftir gagnrýni Kempes.
Athugasemdir
banner
banner