Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pato gæti farið aftur til AC Milan
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Alexandre Pato útilokar það ekki að snúa aftur til AC Milan í janúar.

Pato er í dag á mála hjá Tianjin Quanjian í Kína og hefur hann verið að gera það gott í kínversku Ofurdeildinni.

Pato er 29 ára en hann þótti á sínum tíma eitt mesta efni fótboltans. Hann var keyptur til AC Milan árið 2007 og spilaði með liðinu til 2013 en hann náði ekki alveg að standast væntingarnar.

Hann gæti hins vegar verið á leið aftur til Milan í janúar.

„Ég hef fengið tilboð frá liðum úr ítölsku úrvalsdeildinni og úr öðrum deildum í Evrópu," sagði Pato við Corriere dello Sport og viðurkenndi að hann hefði nokkrum sinnum rætt við Leonardo, yfirmann knattspyrnumála hjá AC Milan.

Er endurkoma í vændum? Það gæti verið.
Athugasemdir
banner
banner