mið 17. október 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scholes hefur efasemdir um Lukaku
Mynd: Getty Images
Paul Scholes sagði í beinni útsendingu á ESPN að honum finnist ólíklegt að sjá Manchester United vinna ensku deildina með Romelu Lukaku sem fremsta mann.

Lukaku er ekki búinn að skora í síðustu sjö leikjum fyrir Man Utd en hefur þó verið funheitur með belgíska landsliðinu.

„Ég er ekki viss um að það sé hægt að vinna deildina með hans tegund af sóknarmanni. Hann er ekki nógu góður fyrir utan vítateiginn," sagði Scholes.

„Ég er ekki viss hvort hann leggi nógu mikið á sig en hann er ennþá ungur maður sem hefur gert vel á ferlinum og skorað helling af mörkum. Hann er stór og sterkur en virðist skorta sjálfstraust.

„Mér finnst eins og hann átti sig ekki á því hversu góður hann geti verið. Á mínum tíma vorum við með fjóra sóknarmenn, núna er engin samkeppni fyrir hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner