Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. október 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Usain Bolt hafnaði samningi frá Möltu
Mynd: Getty Images
Usain Bolt hefur hafnað tveggja ára samningstilboði frá Valletta sem er besta liðið í maltneska boltanum.

Bolt skoraði tvívegis í æfingaleik með Central Coast Mariners í Ástralíu og hefur hann vakið mikla athygli á sér samkvæmt umboðsmanni hans, Ricky Simms.

„Það er mikill áhugi á Usain og við fáum reglulega samningstilboð en ég get staðfest að hann hefur ekki áhuga á að grípa þetta tækifæri á Möltu," sagði Simms.

Valletta hefur unnið deildina í Möltu fimm af síðustu átta árum og er ríkjandi meistari. Fjárfestahópur frá Abú Dabí keypti félagið síðasta september og er yfirlýst markmið að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner