Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. október 2018 11:45
Elvar Geir Magnússon
Valsmenn stefna á að bæta við sig
Börkur (fyrir miðju) í góðum félagsskap.
Börkur (fyrir miðju) í góðum félagsskap.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nokkuð rólegra er yfir leikmannamarkaðnum á þessum tímapunkti en búast mátti við.

Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals, segir að stefnan sé að fá inn einhverja nýja leikmenn í lið Íslandsmeistarana en þó séu engin tíðindi af þeim málum á Hlíðarenda.

Gaui Lýðs og Tobias fara frá Val
Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson og danski sóknarmaðurinn Tobias Thomsen eru að renna út á samning og segir Börkur nokkuð ljóst að þeir verða ekki í Valsbúningnum á næsta ári.

„Ég er ekki byggður fyrir það að spila ekki, og ég fann ekki fyrir trausti frá þjálfurunum," sagði Tobias við Fótbolta.net í upphafi mánaðarins.

„Ég á íslenska kærustu svo framtíð mín gæti klárlega verið á Íslandi. Það veltur á mörgum hlutum, en ef ég finn rétta liðið þá myndi ég elska það að vera áfram á Íslandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner