mið 17. október 2018 14:03
Elvar Geir Magnússon
Wenger býst við að byrja að vinna aftur á nýju ári
Wenger er úthvíldur.
Wenger er úthvíldur.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segist hafa fengið fyrirspurnir frá öllum heimshornum en hann stefnir á að byrja aftur að vinna í janúar.

Þessi 68 ára Frakki lauk 22 ára starfi sínu hjá Arsenal í lok síðasta tímabils, hann vann þrjá Englandsmeistaratitla og sjö FA bikara.

Í viðtali við þýska blaðið Bild segir Wenger vera tilbúinn að taka við nýju starfi snemma á næsta ári.

„Ég hef trú á því að ég muni byrja aftur að vinna í janúar. Ég veit ekki enn hvar það verður. Ég er úthvíldur og tilbúinn að snúa aftur til starfa," segir Wenger sem útilokar ekkert.

„Ég gæti tekið við landsliði, ég gæti farið til Japan. Það hefur verið haft samband við mig frá öllum heimshornum."

Þýskaland þarf Özil
Í viðtalinu við Bild tjáði Wenger sig einnig um Mesut Özil og málefni hans varðandi þýska landsliðið. Özil lenti upp á kant við þýska knattspyrnusambandið og hætti eftir vonbrigðin á HM.

„Ég er á þeirri skoðun að Þýskaland þurfi Özil. Ég vona að Joachim Löw nái að sannfæra hann um að snúa aftur. Özil er magnaður fótboltamaður og ég er ekki ánægður með að hann spili ekki lengur með landsliðinu," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner