Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. október 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham skoðar að kaupa London Stadium
London Stadium.
London Stadium.
Mynd: Getty Images
Karren Brady, varaforseti West Ham, furðar sig á ummælum frá eigendum London Stadium sem segja skattgreiðendur tapa allt að 250 þúsund pundum í hvert skipti sem liðið spilar á vellinum.

Brady telur að eigendur leikvangsins séu sjálfir að klikka á ákveðnum atriðum, hún sé ósátt með hversu litla stjórn félagið fær á leikvanginum á leikdegi.

„Leikvangurinn ætti að græða milljónir punda á því að hýsa heimaleikina okkar. Við værum til í meiri völd á leikdögum, við reyndum meira að segja að kaupa leikvanginn en þeim viðræðum var hafnað," sagði Brady.

„Það veit enginn hvernig á að reka heimavöll West Ham betur en félagið sjálft. Við sjáum mikla möguleika í því að kaupa leikvanginn og byggja hann upp."

West Ham borgar 3 milljónir punda á ári fyrir leigu á leikvanginum og telur Brady það vera hátt leiguverð, en margir eru henni ósammála.
Athugasemdir
banner
banner
banner