Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. nóvember 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Braithwaite segist ekki á förum frá Barcelona
Martin Braithwaite
Martin Braithwaite
Mynd: Getty Images
Danski framherjinn Martin Braithwaite segist ekki á förum frá spænska félaginu Barcelona en hann vill berjast fyrir sæti sínu þar.

Braithwaite gekk óvænt til liðs við Barcelona frá Leganes snemma á þessu ári vegna meiðsla í hópnum hjá Börsungum en félagið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að fjárfesta í honum.

Hann hefur spilað fimm leiki en þó aðeins 37 mínútur með Barcelona á þessu tímabili og ekki tekist að nýta þær mínútur en spænsku blöðin halda því fram að hann sé á förum í janúar er Memphis Depay mætir til félagsins.

„Ég fylgist ekki með fréttum því ég lifi mínu lífi og veit hvernig það virkar en ég heyri auðvitað hluti. Ég hlusta samt ekki á orðróma," sagði Braithwaite.

„Barcelona er stór klúbbur og blöðin skrifa margt því þau vita að allt sem er skrifað um Barcelona fær mikinn lestur. Það er margt að gerast en ég einbeiti mér bara að því sem ég stjórna," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner