þri 17. nóvember 2020 11:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Derby
Hamren: Við föllum en þú ert alltaf að spila fyrir eitthvað
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands. Hann stýrir Íslandi í síðasta sinn á morgun.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands. Hann stýrir Íslandi í síðasta sinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik gegn Englandi í Þjóðadeildinni á morgun.

Það er ekki mikið undir í leiknum nema stoltið. Ísland er án stiga og England er í þriðja sæti riðilsins.

„Við spilum alltaf á sterkasta liðinu sem höfum upp á að bjóða. Við höfum þegar spilað tvo keppnisleiki og það eru meiri vandamál hjá okkur en hjá Englandi og Danmörku sem spila vináttulandsleik fyrst. Þú verður að muna það," sagði Hamren.

„Við getum ekki drepið leikmennina með því að láta þá spila þrjá 90 mínútna leiki á skömmum tíma. Við reynum alltaf að spila með besta mögulega liðinu og við ætlum að gera það á morgun."

„Við föllum niður í B-deild, en þú ert alltaf að spila fyrir eitthvað. Þú spilar upp á stoltið, fyrir sjálfan þig og fyrir liðið. Þegar þú spilar fyrir landsliðið spilar þú fyrir landið þitt og það er alltaf mikilvægt."

Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson verða ekki með liðinu gegn Englandi og inn í hópinn koma þeir Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem allir voru í leikmannahópnum hjá U21 landsliðinu sem lék tvo leiki í undankeppni EM á dögunum.

Hvernig lítur Hamren á möguleikana gegn sterku ensku landsliði á Wembley?

„Við sjáum til. Við reynum alltaf að gera okkar besta og taka stig. Þetta er síðasti leikur fyrir suma, sumir að spila sinn fyrsta leik og það er alltaf stórt fyrir þjóðina að spila gegn Englandi jafnvel þó stigin séu ekki það mikilvæg. England er sigurstranglegri aðilinn," sagði Hamren.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner