Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Justin þakklátur Chilwell: Tók mig undir sinn væng
James Justin í leik með Leicester gegn Braga
James Justin í leik með Leicester gegn Braga
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn James Justin hefur blómstrað hjá Leicester City undir stjórn Brendan Rodgers á þessari leiktíð en hann tók við vinstri bakvarðarstöðunni af Ben Chilwell sem var seldur til Chelsea.

Leicester seldi Chilwell til Chelsea á 50 milljónir punda og steig Justin því upp og tók við stöðunni.

Justin hefur spilað flesta leiki í stöðu vinstri bakvarðar en hefur einnig leyst af í hægri bakverði og miðverði. Hann kom til Leicester frá Luton á síðasta ári og hefur tekið miklum framförum á þessu ári.

Hann er nú í U21 árs landsliði Englands og ræddi sérstaklega hvernig Chilwell hjálpaði honum að bæta sig.

„Ég lærði svo mikið af Chilly, hvernig hann ber sig á vellinum og hvernig hann spilar. Við vorum nágrannar og hann tók mig undir sinn verndarvæmg og kenndi mér að spila þessa stöðu í ensku úrvalsdeildinni," sagði Justin.

„Ég hafði ekki fengið mikinn tíma til að sýna mig á síðasta tímabili og svo allt í einu kom ég inn í liðið út af meiðslum. Hann hjálpaði mér mjög mikið og sagði mér að spila minn leik. Ég er í sambandi við hann af og til," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner