Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. nóvember 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Real Madrid skoðar Ísak Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid hefur bæst í hóp stórliða sem eru að skoða Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð.

Juni Calafat, yfirnjósnari Real Madrid, í Evrópu er sagður hafa hrifist mikið af frammistöðu Ísaks.

Calafat átti stóran þátt í því að Real Madrid fékk Martin Ödegaard í sínar raðir á sínum tíma. Spænskir fjölmiðlar segja að Ísak minni á Gareth Bale í byrjun ferilsins þar sem hann sé örvfættur og snöggur.

Hinn 17 ára gamli Ísak hefur vakið mikla athygli með Norrköping í ár en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United, Liverpool, Juventus og fleiri félög.

Ísak gæti spilað sinn fyrsta landsleik með Íslandi gegn Englandi á Wembley annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner