banner
   þri 17. nóvember 2020 16:20
Magnús Már Einarsson
Southgate: Spennandi að sjá nýtt leikkerfi hjá Íslandi
Icelandair
Gareth Southgate
Gareth Southgate
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur verið spennandi að sjá nýtt leikkerfi og nýja leikmenn spila hjá íslenska landsliðinu í síðustu leikjum í Þjóðadeildinni," sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Ísland heimsækir England á Wembley á morgun í lokaumferð Þjóðadeildarinnar.

Ísland spilaði 5-3-2 gegn Danmörku á sunnudag og gegn Belgum á dögunum. Southgate reiknar með Íslandi í því kerfi á morgun miðað við ummæli hans í dag.

„Þetta er annar leikstíll en við höfum séð í fortíðinni. Núna eru þeir með fimm í vörninni og spila út frá marki. Það er öðruvísi áskorun fyrir okkur," sagði Southgate.

Kristinn Páll Teitsson hjá Fréttablaðinu spurði hvort það muni trufla Ísland að hafa spilað tvo mótsleiki með stuttu millibili að undanförnu á meðan Englendingar spiluðu vináttuleik við Íra og svo gegn Belgum í Þjóðadeildinni.

„Það voru margar breytingar hjá íslenska liðinu frá fyrri leiknum fyrir annan leikinn. Það eru ungir leikmenn að koma upp hjá þeim og ég er viss um að þeir verða klárir í þennan leik," sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner