Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. nóvember 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhyggjur vegna Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, gat ekki tekið þátt í landsleik Gabon gegn Egyptalandi í undankeppni HM í gær.

Hinn 32 ára gamli Aubameyang spilaði og skoraði sigurmarkið fyrir Gabon í 1-0 sigri gegn Líbýu á dögunum, en hann meiddist í þeim leik og gat ekki verið með gegn Egyptum.

Þetta hefur skapað usla á meðal stuðningsfólks Arsenal enda stórleikur gegn Liverpool um næstu helgi.

Meiðsli Aubameyang gætu verið smávægileg, en það er óvíst hversu lengi hann verður frá. Það er alls ekki útilokað að hann spili gegn Liverpool og kemur það væntanlega í ljós seinna í vikunni.

Arsenal hefur spilað vel að undanförnu en liðið hefur ekki unnið á Anfield í ensku úrvalsdeildinni síðan 2012/13 tímabilið. Breytist það um næstu helgi? Verkefnið verður svo sannarlega erfiðara ef Aubameyang verður ekki með.
Athugasemdir
banner
banner
banner