Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 17. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Álitsgjafar gefa undankeppni Íslands afgerandi falleinkunn
Icelandair
Þjálfararnir.
Þjálfararnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Snævar Jónsson
Hörður Snævar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Runólfur Trausti
Runólfur Trausti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Höskulds
Siggi Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson kom vel inn í liðið.
Elías Rafn Ólafsson kom vel inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fékk fjóra aðila til þess að rýna í frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM.

Arnar Þór Viðarsson tók við sem landsliðsþjálfari fyrir keppnina og hans fyrsti leikur með liðið var fyrsti leikur í undankeppninni. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið Arnari til aðstoðar en þeir voru saman með U21 árs landsliðið þar á undan.

Ísland endaði með níu stig í undankeppninni og endaði í næstneðsta sæti riðilsins. Næsta verkefni liðsins er Þjóðadeildin á næsta ári.



Arnar Bergmann Gunnlaugsson - Þjálfari Víkings og sérfræðingur RÚV um landsliðið

Hvað var gott?
Ungir leikmenn að koma inn í liðið og standa sig vel. Framtíðin er björt því það eru einnig fleiri ungir leikmenn t.d. úr U21 liðinu sem munu gera tilkall á næstu árum.

Hvað var slæmt?
Stigasöfnun úr lélegum riðli, og make no mistake about að þetta var riðill sem við áttum alla daga að lenda í öðru sæti í áður en vandræði okkar utan vallar sem innan hófust.

Helduru að Arnar og Eiður verði þjálfarar liðsins á næsta ári?
Já, ég vil sjá þá áfram, þeir eiga skilið að fá það tækifæri. Fáir sem geta sannað sig miðað við ástandið sem var í þessari undankeppni. Núna eru hins vegar mjög spennandi tímar og ég treysti þeim fyrir þessu verkefni en það mun vera pressa á þeim að delivera frammistöðum fljótlega og þannig á það að vera. Ekkert endilega úrslit en frammistaðan þarf að sýna manni að við séum á réttri leið.

Hvað viltu sjá í Þjóðadeildinni?
Finna identityið okkar, ég veit ekki enn hvað við stöndum fyrir fótboltalega. Við þurfum að finna það sem var á tíma Lars og Heimis, okkar idenity. Einnig að vera meira flexible á kerfi, ekki vera með alla spilapeningana á 4-1-4-1 því í nútíma fótbolta þá þarf að vera flexible og bregðast við.

Einkunn fyrir undankeppnina: 3


Hörður Snævar Jónsson - Ritstjóri 433.is

Hvað var gott?
Dýrmæt reynsla fyrir unga drengi er það sem er jákvætt við þetta ár landsliðsins. Ísak Bergmann, Brynjar Ingi, Elías Rafn og Jón Dagur hafa allir sýnt takta í þessari keppni og eiga að geta orðið algjörir lykilmenn á næstu árum. En til þess að verða góður landsliðsmaður þarf að finna stöðugleika, um mitt næsta ár þurfa þessir ungu menn að vera klárir í það að spila vel í hverjum einasta leik.

Hvað var slæmt?
Ef við höldum okkur við fótboltann þá var keppnin í heild mjög slæm, við unnum bara Liechtenstein sem er ekki nógu gott. Allt vesenið utan vallar hjálpaði ekki. Við sjáum eftir nokkur ár hvort þessi reynsla sem ungir menn fengu og skilar sér en eins og staðan er í dag þá er staðan ekki góð.

Helduru að Arnar og Eiður verði þjálfarar liðsins á næsta ári?
Án nokkurs vafa, núverandi formaður og stjórn er kjörinn til bráðabirgðar og því hefur hún mjög veikt umboð til þess að ráðast í breytingar á þjálfarateyminu. Arnar og Eiður fá næsta ár til að búa til liðið sem þeir treysta á, þeir verða svo dæmdir af verkum sínum árið 2023 í undankeppni Evrópumótsins. Það er erfitt að fella stóra dóm yfir þjálfarateyminu miðað við vinnuaðstæður þeirra á þessu ári.

Hvað viltu sjá í Þjóðadeildinni?
Fleiri mínútur undir beltið hjá ungum mönnum. Við þurfum að horfast í augu við það að okkar bestu menn síðustu ára koma ekki allir aftur. Því er mikilvægt að byrjun næsta árs fari í það að halda áfram með sama kjarna og reyna að brúka nýtt lið. Vonandi koma einhverjir úr gamla bandinu með í þá vegferð og þá er ekkert víst að þetta klikki.

Einkunn fyrir undankeppnina:
3 - Þetta var bara vont á flesta kanta og betur má ef duga skal.


Runólfur Trausti Þórhallsson - Íþróttafréttamaður hjá Vísi

Hvað var gott?
Ungir leikmenn sem fengu sénsinn og nýttu hann. Þó að Elías Rafn Ólafsson hafi átt erfitt uppdráttar gegn Norður-Makedóníu þá virðist hringlið á markmannsstöðunni vera búið.

Ég held í vonina að Alfons Sampsted fái að negla þessa stöðu, hægri bakvörðinn, niður og Jón Dagur Þorsteinsson virðist orðinn fastamaður. Einnig hefur Albert Guðmundsson verið að láta til sín taka og vonandi verður hann enn betri næstu misseri.

Hvað var slæmt?
Úff … hvar á maður að byrja? Umræðan í kringum landsliðið var skelfileg eftir að upp komst um fjöldan allan af kynferðisbrotum.

Þjálfarateymið gerði sér samt mun erfiðara fyrir með ummælum sínum trekk í trekk. Fíaskóið með Guðlaug Victor Pálsson er svo annað.

Hvað varðar spilamennskuna virðist liðið alltof opið og ég velti fyrir mér hvort 4-3-3 leikkerfi henti þessum leikmannahópi nægilega vel.

Helduru að Arnar og Eiður verði þjálfarar liðsins á næsta ári?
Já, ekki nema Heimir Hallgrímsson mæti niður í Laugardal og segist vilja taka við liðinu á nýjan leik.

Hvað viltu sjá í Þjóðadeildinni?
Aðra uppstillingu og áframhaldandi traust á yngri leikmenn liðsins. Það er kominn tími til að gefa Aroni Elís Þrándarsyni sama séns og Guðlaugur Victor fékk seint á sínum ferli.

Ásamt því að sjá fleiri unga leikmenn stíga upp og grípa gæsina vona ég að þeir eldri leikmenn sem meiddir hafa verið undanfarið nái sér og mæti galvaskir í nýtt verkefni.

Einkunn fyrir undankeppnina:
Að fá aðeins 9 stig í jafn slökum riðli og raun ber vitni er falleinkunn, þó svo að mikið hafi gengið á.

Þessi undankeppni fær 3.5 af 10 í einkunn frá mér.


Sigurður Heiðar Höskuldsson - Þjálfari Leiknis

Hvað var gott?
Margir ungir leikmenn stigu sín fyrstu skref í landsliðinu og ákveðin kynslóðaskipti byrjuðu. Nokkrir leikmenn í þeim hópi sem við erum klárlega að fara að sjá mikið af í landsliðstreyjunni um ókomin ár. Nokkrir fínir kaflar inná milli sem hægt er að skoða og byggja ofan á en ennþá fleiri sem fóru úrskeiðis sem hægt er að laga. Ef haldið er rétt á spilunum ætti að vera hægt að sjá stóran mun á spilamennsku liðsins mjög fljótlega, sérstaklega þegar leikjum ungu drengjanna fjölgar. Innkoma Elíasar í markið var svo líklega ljósasti punktur þessarar undankeppni.

Hvað var slæmt?
Ég hefði viljað sjá bætingar í leikskipulagi liðsins örlítið hraðar og meiri á milli leikja. Lang versti fótboltaleikur sem ég hef séð landsliðið spila (Rúmenía heima) var spilaður í þessum glugga og fannst mér sá leikur senda okkur á smá núll punkt. Manni líður eins og liðið sé ekki alveg með á hreinu hvernig við ætlum að spila boltanum upp völlinn og það er aldrei gott ef það er tilfinningin. Það þarf klárlega að lagast hið snarasta. Það var hinsvegar alveg ljóst hverjar pælingarnar voru varnarlega, en menn virtust bara oft á tíðum ekki alveg ráða við það og andstæðingarnir áttu í litlum vandræðum með að leysa fyrstu og aðra pressu. Hlutir sem vel er hægt að bæta og það mun gerast.

Helduru að Arnar og Eiður verði þjálfarar liðsins á næsta ári?
Já, ég held að það sé nokkuð öruggt. Landsliðsþjálfarastarfið er erfitt, þú hefur lítinn tíma með leikmönnum og það eru þessi margumtöluðu kynslóðaskipti. En þeir þurfa að bæta liðið hratt núna. Eftir erfiða leiki er oft auðveldara að bæta sig og ég hef fulla trú á því að svo verði undir stjórn Arnars og Eiðs.

Hvað viltu sjá í Þjóðadeildinni?
Ég vil sjá Arnar og Eið finna svolítið sitt byrjunarlið sem þeir eru að fara að keyra meira og minna á í þeirri keppni. Gefa mönnum nokkra leiki saman, fá smá ryþma sem hægt er að byggja í kringum. Það þarf að finna þetta fræga identity aftur, bæði í sóknarleik og varnarleik og það þarf að skína í gegn í Þjóðadeildinni.

Einkunn fyrir undankeppnina: 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner