Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. nóvember 2021 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Dæmdur í fangelsi fyrir að sviðsetja eigin dauða
Heimavöllur Schalke
Heimavöllur Schalke
Mynd: EPA
Hiannick Kamba, fyrrum leikmaður Schalke í Þýskalandi, var í dag dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að sviðsetja eigin dauða og hagnast svo um eina milljón evra í líftryggingu.

Kamba, sem er 35 ára gamall, þótti afar efnilegur hér árum áður og spilaði með Manuel Neuer hjá unglingaliði Schalke.

Hann yfirgaf Schalke árið 2007 og spilaði í neðri deildunum í Þýskalandi áður en það bárust fréttir af því að hann hefði dáið í bílslysi árið 2016.

Kamba var líftryggður fyrir um það bil eina milljón evra en þremur árum síðar sást til hans í Þýskalandi. Þá var hann starfandi í verksmiðju í Rühr og í kjölfarið var málið rannsakað.

Kamba er frá Kongó og segist hafa verið í heimalandinu er hann varð viðskila við vini sína. Hann segist hafa verið án síma, vegabréfs og peninga og að þá hafi honum verið haldið föngum en saksóknarinn í málinu var þó ekki að kaupa þá sögu.

Hann var dæmdur í þriggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir að sviðsetja eigin dauða og hagnast á því. Fyrrum eiginkona hans var einnig dæmd til fangelsisvistar fyrir að hafa tekið þátt í verknaðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner